Cannelloni fyllt með Ricotta
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.25 tsk MÚSKAT
 • 1 stk EGGJARAUÐA
 • 0.5 gr STEINSELJA
 • 0.5 tsk SALT, sjávarsalt
 • 0.25 tsk PIPAR, svartur
 • 250 gr OSTUR, Ricotta
 • 50 gr OSTUR, Parmesan, rifinn
 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá

sósa::

 • 3 dl NÝMJÓLK
 • 35 gr HVEITI
 • 40 gr BORÐSMJÖRLÍKI, 40% fita, meðaltal

Aðferð:

Canneloni úr pakka eða fersk lasagne blöð. 1/2 búnt steinselja eða 2 msk þurrkað. Hitið ofninn í 200°C. Sjóðið pasta úr pakka eftir leiðbeiningum á pakkanum. Blandið öllu saman sem í fyllinguna á að fara, setjið í kæli. Bakið upp hvíta sósu og smakkið til með saltinu. Fyllið canneloní rörin eða setjið fyllinguna á endann á lasagneblöðunum og rúllið upp. Raðið rúllunum í eldfast mót með samskeytin niður. Setjið sósuna yfir eftir endilöngu. Bakið í 20 mín. kælið í 10 mín. áður en borið fram. Gott og fallegt er að nota grænt pasta.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.ms.is

Kaloríur 175 9%
Sykur 0g 0%
Fita 12g 17%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Cannelloni fyllt með Ricotta
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér