Blaðlauksgratín
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 1.5 kg BLAÐLAUKUR, hrár
  • 30 gr BORÐSMJÖRLÍKI, 40% fita, meðaltal
  • 0.75 dl OSTUR, Parmesan, rifinn
  • 0.5 tsk PIPAR, svartur
  • 1.5 dl RJÓMI
  • 1 tsk TÍMÍAN
  • 1 tsk MÚSKAT

Aðferð:

Þvoið blaðlaukinn. Skerið endana af. Skerið hann síðan í 3 1/2-4 sm. bita. Notið eingöngu hvíta og ljósgræna hlutann. Skerið hvern bita í fernt eftir endilöngu. Látið laukinn liggja í köldu vatni í nokkrar mínútur. Takið hann upp. Bræðið smjörið á stórri pönnu og látið laukinn krauma í smjörinu í 2-3 mín, ásamt pipar, múskati og tímían, hrærið í öðru hverju. Hellið rjómanum yfir. Látið krauma við vægan hita í 15 mín. undir loki. ( ath það á rétt að malla ). Hellið öllu í smurt eldfast mót. Bakið við 175°C. í u.þ.b. 20 mín. Setjið álpappír yfir síðustu mínúturnar ef að rétturinn ætlar að verða of dökkur. Berið fram með steiktum eða glóðarsteiktum mat.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.ms.is

Kaloríur 140 7%
Sykur 0g 0%
Fita 7g 10%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Blaðlauksgratín
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér