Vefjur með grænmeti
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 75 gr PAPRIKA, rauð
 • 4 msk SESAMFRÆ, án hýðis
 • 250 gr SPÍNAT, hrátt
 • 8 stk TORTILLA, úr hveiti
 • 160 gr Tómatar
 • 150 gr SALAT, Lambhaga-
 • 100 gr AVAKADÓ

Aðferð:

 • Skerið allt grænmeti í fínar sneiðar.
 • Skolið lambhagasalatið og spínatið og setjið í skál.
 • Þurristið sesamfræin.
 • Berið allt fram í sérskálum og hver og einn raðar eftir smekk í sína vefju.

 • Það má auðvitað nota alls konar grænmeti í staðinn fyrir það sem er talið hérna upp.
 • Það er gott að setja smá slettu af mildri salsasósu inn í vefjuna.
 • Það er einnig gott að setja 1/2 tsk af tamarisósu inn í vefjurnar.
 • Þetta er mjög sniðugt sem nesti í skóla eða vinnu (brýtur aðeins upp á samlokurútínuna) og svo er þetta sniðugt líka sem partímatur þ.e. niðurskornar vefjur (rúlla þeim þétt upp og skera í mjóar sneiðar og raða á disk).

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 151 8%
Sykur 0g 0%
Fita 12g 17%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Vefjur með grænmeti
Mezzacorona Trentino Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Mezzacorona Trentino Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Hentar með súpum, fiskmeti eða grænmeti. Einnig gott sem fordrykkur. Eitt söluhæsta vínið á markaðnum þegar kemur að vali á vínum í stórveislur -...
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér