Sesamnúðlur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk HNETUSMJÖR
 • 2 msk SESAMFRÆ, án hýðis
 • 1 stk CHILI Grænn
 • 250 gr HRÍSGRJÓNANÚÐLUR
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 5 msk KORIANDER
 • 3 msk SESAMOLÍA
 • 1 msk límónusafi (lime)
 • 5 msk sósa, Tamaris

Aðferð:

 • Aðferð:
 • Til að gera dressinguna, skuluð þið blanda saman sesamolíu, saxaða eða pressaða hvítlauknum og hnetusmjöri í skál. Hrærið vel.
 • Bætið saxaða chillipiparnum, sesamfræjunum og sojasósunni saman við.
 • Því næst skuluð þið blanda límónusafanum út í. Smakkið til með pipar. Ef ykkur finnst dressingin of þykk, setjið þá 1-2 msk af volgu vatni saman við.
 • Hitið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka (yfirleitt í 4-5 mínútur í sjóðandi vatni) rétt áður en bera á matinn fram.
 • Látið renna af núðlunum og setjið í skál.
 • Hellið dressingunni strax út í núðlurnar, blandið vel saman og dreifið corianderlaufunum yfir.
 • Berið fram heitt.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 284 14%
Sykur 0g 0%
Fita 19g 27%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Sesamnúðlur
Mezzacorona Trentino Merlot
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Mezzacorona Trentino Merlot
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Snilldarvín með pasta, lasagna og kjúklingaréttum af ýmsu tagi. Mezzacorona Merlot hefur glatt margan manninn í stórveislum og segir það ýmislegt...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér