Pad Thai núðlur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 50 gr BAUNASPÍRUR, sojabauna-, hrár
 • 1 tsk SESAMOLÍA
 • 50 gr HNETUR, hesil-
 • 4 stk LAUKUR, vor-
 • 2 msk Hrísgrjónaedik
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 200 gr HRÍSGRJÓNANÚÐLUR
 • 3 msk SÍRÓP, Hlyn-
 • 60 ml FISKISÓSA
 • 2 stk EGGJAHVÍTUR
 • 1 stk CHILI Rauður
 • 100 gr SVEPPIR, hráir
 • 150 gr SOJAHLAUP / TÓFÚ
 • 1 tsk KÓKOSFEITI
 • 500 gr Kjúklingabringur, án skinns
 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 1 tsk sósa, Tamaris

Aðferð:

 • Aðferð:
 • Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum og setjið svo undir rennandi kalt vatn. Setjið til hliðar.
 • Hitið góða wok pönnu þannig að rjúki af henni.
 • Setjið kókosfeitina á pönnuna og bætið við vatni ef þarf.
 • Steikið eggin við mikinn hita og bætið 1 tsk tamarísósu saman við. Steikið þangað til eggin eru orðin stíf aðeins brennd. Bútið niður ef þarf. Setjið til hliðar.
 • Steikið tofuið upp úr tamarísósu og sesamolíu þangað til tofuið er orðið vel brúnt og næstum brennt . Setjið til hliðar.
 • Steikið sveppina vel þangað til þeir verða næstum brenndir og setjið til hliðar.
 • Steikið hvítlaukinn og chillipiparinn ásamt vorlauknum og setjið svo til hliðar.
 • Steikið kjúklinginn ef hann er notaður og setjið til hliðar.
 • Blandið saman í litla skál agavesírópi eða hlynsírópi, fiskisósu, hrísgrjónaediki og smáslettu af tamarísósu. Hrærið vel og setjið til hliðar.
 • Hitið wok pönnuna þangað til að fer að rjúka af henni. Setjið smá vatn á pönnuna.
 • Setjið eggin, sveppina, hvítlaukinn, chillipiparinn, vorlaukinn og kjúklinginn ef hann er notaður, á pönnuna.
 • Bætið tofuinu við og ef rækjur eru notaðar, bætið þeim þá við hér.
 • Bætið baunaspírunum við ásamt hnetunum.
 • Bætið núðlunum saman við og steikið í nokkrar mínútur.
 • Hellið nú fiskisósublöndunni yfir og steikið áfram þangað til allt er við það að brenna (og má brenna smávegis…gefur bara gott bragð..má samt ekki verða að kolamola!).
 • Berið fram strax.

Þessi uppskrift er fengin af heimsíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 374 19%
Sykur 1g 1%
Fita 14g 20%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Pad Thai núðlur
Raimat Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Raimat Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Gott með laxi, frekar feitum fiski og kjúklingi. Þeir sem eru ekki hrifnir af eikuðum vínum hafa fundið eitthvað við sitt hæfi í Raimat Chardonnay.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér