Kitheri Afrískur pottréttur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 stk GULRÆTUR, hráar
 • 2 msk KORIANDER
 • 1.5 stk GRÆNMETISTENINGUR
 • 100 gr TÓMATAR, BUFF
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 0.5 stk PAPRIKA, græn
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 350 gr MAÍSKORN, niðursoðin, miðstærð
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 stk KÚRBÍTUR, hrár
 • 4 stk KARTÖFLUR, hráar
 • 500 gr NÝRNABAUNIR

Aðferð:

 • Aðferð:
 • Sjóðið kartöflurnar þangað til þær eru nánast alveg tilbúnar, skrælið og saxið mjög gróft (skerið hverja kartöflu í svona 3-4 bita).
 • Steikið lauk og kartöflur saman í stórum potti þangað til laukurinn fer að gulna. Bætið smá vatni út í ef þarf (til að þurfa ekki að nota meiri olíu).
 • Bætið paprikum, og gulrótum út í og látið malla þangað til gulræturnar verða mjúkar.
 • Bætið kúrbítnum saman við.
 • Bætið nú söxuðu tómötunum saman við og látið malla í svona 10 mínútur við meðalhita.
 • Bætið maísbaununum og nýrnabaunum saman við ásamt smávegis af vatni og grænmetisteningunum.
 • Rífið ferskt coriander og dreifið yfir.
 • Það sem gerist núna er að grænmetið sýður og pottrétturinn mun virka svolítið "blautur" og óspennandi kannski. Þetta er þó allt í lagi þar sem að nú þarf pottrétturinn að malla í svona 40 mínútur - klukkutíma og þá gufar vatnið upp og þetta mun líta betur út, svona eins og pottréttir eiga að gera!
 • Setjið lokið yfir pottinn og látið krauma á góðum hita í svona 30-40 mínútur.
 • Takið lokið af og látið malla í um 20 mínútur á aðeins lægri hita
 • Berið fram með naan brauði eða ristuðu pítubrauði til að dýfa í.

 • Gerið bara nógu mikið af pottréttinum til að hafa hann daginn eftir, taka hann í vinnuna í nesti (góður kaldur) og jafnvel til að frysta.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigurn.com

Kaloríur 246 12%
Sykur 4g 4%
Fita 6g 9%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kitheri Afrískur pottréttur
Concha y Toro Carmenere Cabernet Sauvignon Reserva - Kassavín
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Concha y Toro Carmenere Cabernet Sauvignon Reserva - Kassavín
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Vín sem kemur skemmtileg á óvart. Hentar einstaklega vel með kjöti og þá sér í lagi grillmat. Þægilegt en jafnframt þétt vín með löngu eftirbragði....
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér