Indverskur réttur með sætum kart...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 250 gr HRÍSGRJÓN, hýðishrísgrjón, hrá
 • 1 stk LAUKUR, Rauð-
 • 350 ml KÓKOSMJÓLK
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 msk FISKISÓSA
 • 1 stk CHILI Rauður
 • 500 gr SÆTAR KARTÖFLUR
 • 250 gr SPÍNAT, hrátt
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk KÓKOSFEITI
 • 1 tsk TURMERIK

Aðferð:

 • Sjóðið sætu kartöflurnar í söltu vatni í um 10 mínútur. Setjið til hliðar.
 • Hitið kókosfeitina á stórri pönnu.
 • Hitið laukinn og hvítlaukinn í nokkrar mínútur.
 • Bætið chillipiparnum við og hitið í 2 mínútur.
 • Setjið turmeric og fiskisósu út á pönnuna og hrærið vel.
 • Hellið kókosmjólkinni yfir og látið malla við lágan hita í nokkrar mínútur.
 • Bætið sætu kartöflunum við og hitið vel.
 • Saltið eftir smekk.
 • Bætið spínatinu út í og hitið í um 2-3 mínútur með lokinu á.

 • Berið fram með chapati brauði eða glúteinlausum brauðvösum. Einnig er gott að bera fram hýðishrísgrjón eða bygggrjón með réttinum.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 571 29%
Sykur 3g 3%
Fita 24g 34%
Hörð fita 20g 100%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Indverskur réttur með sætum kartöflum og spínati
Casillero del Diablo Riesling.
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Casillero del Diablo Riesling.
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Þetta vín er að aðeins fáanlegt í stutta stund hér á íslandi.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér