Grilluð grænmetissamloka
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 stk BRAUÐ, ítölsk, Ciabatta
 • 1 stk KÚRBÍTUR, hrár
 • 100 gr OSTUR, Mozzarella, 17% fita
 • 3 stk PAPRIKA, rauð
 • 150 gr SVEPPIR, niðursoðnir
 • 4 stk TÓMATAR, sólþurrkaðir, í olíu
 • 4 stk TÓMATAR, Kirsuberja
 • 2 msk PESTÓ

Aðferð:

 • Aðferð:
 • Grillið kúrbítinn.
 • Grillið paprikur ef þarf.
 • Skerið brauðin í tvennt og hreinsið megnið af mjúka brauðinu innan úr.
 • Smyrjið pestómaukinu innan í.
 • Raðið 2 helmingum af kirsuberjatómötum á hvern botn, nokkrum strimlum af kúrbít, 1 sólþurrkaðuðum tómati í ræmum, nokkrum sveppasneiðum, paprikuræmum, osti og mozarella-osti.
 • Saltið og piprið að vild.
 • Hitið í góðu samlokugrilli (helst með þungu loki) þangað til osturinn fer að bráðna og brauðið er tilbúið.

 • Það er að sjálfsögðu hægt að nota alls kyns grænmeti í stað þessa sem er talið hér að ofan t.d. eggaldin, ferskar paprikur, chillipipar, maískorn svo dæmi sé nefnt.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 113 6%
Sykur 0g 0%
Fita 8g 11%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grilluð grænmetissamloka
 Arthur Metz - Riesling
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Arthur Metz - Riesling
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Frakkland
 • Lýsing: Líflegt vín með frísklegum ávöxtum, millisætt með ástríðualdin og perum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér