Fyllt eggaldin
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk Eggaldin
 • 2 tsk OREGANO
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 400 gr TÓMATAR, BUFF
 • 5 msk BRAUÐMYLSNA
 • 225 gr PASTA, heilhveiti, þurrkað
 • 55 gr OSTUR, Mozzarella, 17% fita
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 msk KÓKOSFEITI
 • 25 gr OSTUR, Parmesan-

Aðferð:

 • Aðferð:
 • Sjóðið pastað í 8-10 mínútur eða þangað til það er næstum tilbúið, sigtið, kælið með köldu vatni og setjið til hliðar.
 • Skerið eggaldin í helminga (lárétt), hreinsið innan úr þeim með beittum hnífi, án þess þó að skemma hýðið.
 • Skafið kjötið úr og saxið.
 • Steikið laukinn úr kókosfeiti eða ólífuolíu í um 5 mínútur eða þangað til hann er orðinn mjúkur.
 • Bætið hvítlauknum við og hitið í 1 mínútu, bætið saxaða aldinkjötinu út í.
 • Bætið tómötunum og oregano kryddinu við og smakkið til með salti og pipar.
 • Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla í um 10 mínutur eða þangað til blandan fer að þykkna.
 • Bætið pastanu út í og hrærið vel.
 • Raðið eggaldinskeljunum á bökunarpappír.
 • Setjið helminginn af pastablöndunni í hverja skel.
 • Raðið mozarella sneiðunum ofan á.
 • Setjið afganginn af pastablöndunni ofan á.
 • Blandið saman brauðmylsnunni og parmesan ostinum og dreifið yfir.
 • Bakið í ofni við 200°C í 25-30 mín eða þangað til eggaldinkjötið er orðið mjúkt og osturinn bráðinn.

 • Athugið að það er einnig hægt að nota magran brauðost (11%) í staðinn fyrir mozarella.
 • Parmesan ostinn má einnig minnka, notið þá meira af brauðosti í staðinn.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 309 15%
Sykur 5g 6%
Fita 10g 14%
Hörð fita 5g 25%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fyllt eggaldin
 Arthur Metz - Riesling
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Arthur Metz - Riesling
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Frakkland
 • Lýsing: Líflegt vín með frísklegum ávöxtum, millisætt með ástríðualdin og perum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér