Eggaldin- og tómataofnréttur frá...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk Eggaldin
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 msk TÓMATAR, BUFF
 • 1 msk BASIL
 • 1 kg Tómatar
 • 2 msk SÍRÓP
 • 2 stk LAUKUR, hrár
 • 1 tsk KÓKOSFEITI

Ofan á::

 • 25 gr OSTUR, Parmesan, rifinn
 • 25 gr OSTUR, kotasæla
 • 25 gr BRAUÐMYLSNA
 • 500 ml JÓGÚRT, hreint
 • 100 gr OSTUR, Rifinn

Aðferð:

 • Hitið olíuna í stórum potti. Notið vatn ef meiri vökva þarf.
 • Hitið eggaldinsneiðarnar þangað til þær eru orðnar gullbrúnar á báðum hliðum. Takið úr pottinum og geymið.
 • Steikið laukinn og hvítlaukinn þangað til hvoru tveggja er orðið gullbrúnt.
 • Bætið tómötum, kryddi, tómatmauki, agavesírópi og salti út í. Bætið salt og pipar við eftir smekk.
 • Látið suðuna koma upp, lækkið á hitanum og leyfið þessu að malla í um 20 mínútur eða þangað til vökvinn af tómötunum fer að gufa upp.
 • Takið af hellunni og leyfið aðeins að kólna.
 • Blandið jógúrt, parmesan, kotasælu, 50 gr af rifna ostinum og brauðmylsnu saman.
 • Skiptið eggaldinsneiðunum í þrjá skammta.
 • Setjið fyrsta skammt af eggaldinsneiðunum í stórt (um 30 cm. að lengd), eldfast mót.
 • Setjið tómatablönduna ofan á, smyrjið vel yfir allt.
 • Bætið ostablöndunni saman við.
 • Endurtakið og endið á eggaldisneiðum efst.
 • Setjið afganginn af rifna ostinum yfir og smávegis af meira parmesan ef þið viljið.
 • Bakið við 180°C í um 30 mínútur.
 • Athugið að það getur komið svolítill vökvi af tómötunum þegar þeir byrja að bakast en það er alveg eðlilegt.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 259 13%
Sykur 0g 0%
Fita 13g 19%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Eggaldin- og tómataofnréttur frá Kenya
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér