Burritos
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 150 ml JÓGÚRT, hreint
 • 250 gr MAÍSKORN, niðursoðin, miðstærð
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 6 stk SVEPPIR, niðursoðnir
 • 8 stk TORTILLA, með hakki og grænmeti
 • 2 stk Tómatar
 • 150 gr GUACAMOLE
 • 200 gr OSTUR, Rifinn
 • 150 gr SALSA SÓSA

Aðferð:

 • Setja 2 kúfullar matskeiðar af baunamauki á hverja pönnuköku, 1 msk af gulum baunum, 3 strimla af papriku, 1 msk af sveppum ásamt osti og loks setja nokkur salatblöð ofan á.
 • Pakka kökunum saman varlega þannig að sé örugglega lokað og leggið á hvolf í eldfast mót (þannig að samskeytin séu undir kökunni). Þetta er smá dúllerí en þetta helst alveg lokað ef pakkað vel.
 • Hita í ofni við 180°c í 15-20 mínútur.

 • Borið fram með salsasósu, guacamole og jógúrti sem er allt sett í sína hverja skálina þannig að hver og einn geti sett á sitt borritos sjálfur.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 301 15%
Sykur 2g 2%
Fita 14g 20%
Hörð fita 6g 30%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Burritos
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér