Spaghetti ya Mboga (spaghetti me...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk Eggaldin
 • 1 msk TABASCO
 • 1 stk LAUKUR, Rauð-
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 6 stk TÓMATAR, BUFF
 • 250 gr SPAGHETTÍ, hrátt
 • 2.5 dl SÓSA, TÓMAT-, Salsasósa
 • 1 tsk SALT, sjávarsalt
 • 0.5 stk PAPRIKA, rauð
 • 0.5 stk PAPRIKA, gul
 • 12 stk ÓLÍFUR, grænar
 • 3 msk OSTUR, Parmesan, rifinn
 • 1 stk KÚRBÍTUR, hrár
 • 1 msk CAPERS

Aðferð:

 • Aðferð:
 • Smyrjið eldfast mót með smá kókosfeiti (setjið smá slettu í eldhúsþurrku og strjúkið það að innan).
 • Setjið eggaldin og kúrbít í mótið, saltið aðeins og bakið við hæsta hita í efstu rim ofnsins þangað til grænmetið er alveg að fara að brenna. Það má meira að segja dökkna aðeins.
 • Smyrjið annað eldfast mót og setjið paprikusneiðarnar út í. Bakið í neðri rim og færið svo upp þegar hitt grænmetið er tilbúið og bakið aðeins lengur.
 • Steikið hvítlauk og lauk í smá kókosfeiti (og vatni ef þarf) eða þangað til laukurinn verður mjúkur. Notið frekar stóran pott.
 • Bætið tómötunum út í ásamt ólífum, capers og tabasco sósunni. Hitið þangað til fer að sjóða. Lækkið þá hitann og látið malla í um 20 mínútur eða þangað til vökvinn af tómötunum fer að minnka.
 • Bætið bakaða grænmetinu saman við á pönnuna ásamt tómatmaukinu. Hitið í um 10 mínútur eða þangað til allt er orðið vel blandað saman og eins og "gróf pastasósa".
 • Sjóðið spaghetti á meðan. Setjið vatn í stóran pott, látið suðuna koma upp og sjóðið í um 7 mínútur.
 • Hellið vatninu af spaghettiinu og skiptið á milli diska.
 • Setjið væna slettu af grænmetinu ofan á hverja spaghettihrúgu.
 • Berið fram strax og rífið parmesan yfir ef fólk vill.

 • Mér finnst betra að nota rauðlauk í þennan rétt en það má nota venjulegan líka.
 • Það má nota heilhveiti spaghetti í staðinn fyrir spelt.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 265 13%
Sykur 0g 0%
Fita 4g 6%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Spaghetti ya Mboga (spaghetti með bökuðu grænmeti)
Cape Spring Merlot Cabernet
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Cape Spring Merlot Cabernet
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Suður Afríka
 • Lýsing: Bragmikið og berjaríkt vín með sætum undirtón.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér