Kjúklinga Chow Mein
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 100 gr BAUNASPÍRUR, sojabauna-, hrár
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 100 gr SVEPPIR, hráir
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 250 gr NÚÐLUR, eggjanúðlur, þurrkaðar
 • 1 tsk KÓKOSFEITI
 • 275 gr Kjúklingabringur, án skinns
 • 0.5 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 1 msk SESAMOLÍA

Aðferð:

 • 275 gr kjúklingabringur, grillaðar (helst) en annars léttsteiktur. Skinnið ekki notað. Notið "hamingjusaman kjúkling" (þ.e. free range og organic)
 • Aðferð:
 • Leggið eggjanúðlur í skál og hellið sjóðandi vatni yfir þær. Látið standa í smástund.
 • Steikið hvítlaukinn, paprikuna, sveppina, blaðlaukinn og baunaspírurnar á pönnu í 5 mínútur með kókosfeiti eða ólífuolíu.
 • Látið renna vel af núðlunum og bætið þeim við, togið strimlana í sundur ef þeir loða saman.
 • Bætið kjúklingnum saman við og hitið hann alveg í gegn.
 • Hellið sesamolíunni yfir.
 • Hrærið vel.
 • Berið fram í djúpum kínaskálum (fást til dæmis í versluninni Pipar og Salt) og gjarnan með prjónum.

 • Hægt er að sleppa kjúklingnum og nota bara grænmeti í þennan rétt, t.d. með því að bæta við bambussprotum og kúrbít (enska: zucchini, courgette).

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 310 16%
Sykur 0g 0%
Fita 7g 10%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kjúklinga Chow Mein
Concha y Toro Trio
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Concha y Toro Trio
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Magnað vín með kjötréttum af ýmsu tagi. Kjúklingur og lambakjöt passa mjög vel með en líka bragðmeira kjöt eins og t.d. nautakjöt og villibráð.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér