Einfaldur grænmetisréttur í ofni
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 85 gr BAUNIR, grænar, hráar, frystar
 • 1 stk GRÆNMETISTENINGUR
 • 2 stk EGGJAHVÍTUR
 • 20 ml UNDANRENNA
 • 60 gr SOJAOSTUR
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 2 msk OSTUR, Parmesan, rifinn
 • 85 gr MAÍSKORN, niðursoðin, miðstærð
 • 0.5 tsk KÓKOSFEITI
 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 85 gr PASTA, Tortellini

Aðferð:

 • Svartur pipar eftir smekk
 • Smá klípa steinselja
 • Smá klípa salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • Hitið ofninn í 180°C.
 • Smyrjið eldfast mót (sem tekur rúmlega 1 lítra) með kókosfeiti (dýfið eldhúspappír ofan í kókosfeiti og nuddið eldfasta mótið að innan).
 • Setjið grænmetisteninginn í pott með sjóðandi vatni og leysið hann upp.
 • Sjóðið paprikuna, maískorn, maísbaunir og blaðlauk í 5 mínútur.
 • Bætið pastanu út í pottinn með grænmetinu og sjóðið í 5-7 mínútur eða þangað til næstum því tilbúið.
 • Sigtið vökvann frá (þurfið ekki að nota hann meira). Setjið pastablönduna í stóra skál.
 • Hrærið saman undanrennu, eggi og eggjahvítunum, helmingnum af ostinum í lítilli skál.
 • Kryddið eftir smekk.
 • Hellið eggjablöndunni út í pastablönduna og blandið vel saman.
 • Hellið blöndunni allri í eldfasta mótið.
 • Dreifið afganginum af ostinum yfir réttinn.
 • Hitið í 20 mínútur.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 155 8%
Sykur 1g 1%
Fita 6g 9%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Einfaldur grænmetisréttur í ofni
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér