Austurlenskar fimm krydda grænm...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 50 ml Vatn
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 0.25 stk ENGIFER
 • 1 stk CHILI Rauður
 • 1 msk SESAMOLÍA
 • 1 stk SELLERÍ, stilksellerí
 • 225 gr NÚÐLUR, eggjanúðlur, þurrkaðar
 • 2 stk KÚRBÍTUR, hrár
 • 1 msk KÓKOSFEITI
 • 0.5 tsk KANILL
 • 3 stk LAUKUR, vor-

1:

 • 2 tsk FENNEL FRÆ

12:

 • 2 stk GULRÆTUR, hráar

Aðferð:

 • ATH! Í þennan rétt þarf um 1.5 tsk af kínversku kryddi (Chinese Five-spice powder)

 • Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum, skolið með köldu vatni og setjið til hliðar.
 • Skerið gulræturnar og selleríið í julienne þ.e. í örmjóar ræmur, eins og tannstöngla.
 • Skerið fennelhausinn í tvennt, takið út harða kjarnann og skerið svo í julienne. (örmjóa tannstöngla
 • Hitið wok pönnu þangað til hún er orðin brennandi heit.
 • Hitið kókosfeitina eða ólífuolíuna á wok pönnunni þangað til olían er orðin mjög heit.
 • Bætið öllu grænmetinu við, ásamt chilli og steikið í 7-8 mínútur.
 • Bætið engiferinu og hvítlauknum saman við og steikið í 2 mínútur. Ef vantar vökva, bætið þá smá vatni við.
 • Bætið öllu kryddinu við og steikið í 1 mínútu.
 • Bætið við vorlauknum og steikið í 1 mínútu.
 • Hellið heita vatninu yfir og sjóðið í 1 mínútu.
 • Bætið núðlunum við og hrærið vel.
 • Hellið sesamolíunni yfir.

 • Hægt er að hafa sveppi, bambussprota, baunaspírur, frosnar, grænar baunir eða “water chestnuts” í staðinn fyrir ofantalið grænmeti.
 • Ef vantar meiri olíu við steikingu skal nota vatn í staðinn, óþarfi er að nota meiri olíu.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 228 11%
Sykur 0g 0%
Fita 8g 11%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
 Austurlenskar fimm krydda grænmetiseggjanúðlur
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér