Bombay kartöflur (Jamie Oliver)
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 500 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 1 tsk GARAM MASALA, Krydd
 • 1 tsk TURMERIK
 • 1 stk KORIANDER
 • 50 gr ENGIFER
 • 4 stk Tómatar
 • 50 gr SMJÖR
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 tsk KÚMEN
 • 1 tsk CHILI, krydd

Aðferð:

 1. Kartöflur soðnar hálfa leið, svo þær eru mjúkar að utan, en ósoðnar í miðju.
 2. Olía sett á pönnu
 3. Kummin og Turmerik kryddinu dreift á pönnu (lítið)
 4. Helmingur af koriander skorið niður í smáa bita og bætt á pönnu
 5. Garam masala dreift útá
 6. Þessu öllu hrært saman og bætt við 1 tsk. chilli duft
 7. Flysja engifer og skorið í smáa bita útá pönnuna
 8. Smá smjöri bætt við
 9. Kartöflurnar flysjaðar og skornar í báta og bætt útá og hrært saman og látið malla í smá stund
 10. Öllu hellt yfir í eldfasat mót og dreift niðurskornum tómötum yfir og restinni af koriander
 11. Hitað í ofni á 180-200° í 20 min

Þessi kartöfluréttur er svo góður að það má borða hann einn og sér. En einnig sérlega góður með lambi og nautakjöti.

Kaloríur 222 11%
Sykur 0g 0%
Fita 15g 21%
Hörð fita 6g 30%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bombay kartöflur (Jamie Oliver)
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér