Appelsínu- og ólífusalat frá Mor...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk APPELSÍNUR
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 0.25 tsk CAYENNE PIPAR
 • 7 stk OLÍFUR, svartar
 • 0.25 stk LAUKUR, Rauð-
 • 0.5 tsk Agave sýróp

Aðferð:

 • Skrælið appelsínuna og hreinsið allt hvíta hýðið utan af henni sem og himnuna sem umlykur appelsínuna. Best er að skera appelsínuna á bakka með börmum því þið þurfið að nota safann sem kemur af appelsínunni.

 • Skerið rauðlaukinn í örþunnar sneiðar og aðskiljið hringina í sneiðunum.

 • Raðið appelsínusneiðunum á disk.

 • Dreifið laukhringjunum yfir sneiðarnar.

 • Dreifið ólífunum yfir sneiðarnar.

 • Í litla skál skuluð þið blanda saman ólífuolíunni og sírópinu, ( má einnig setja smá slettu af Cayenne pipar)

 • Hrærið vel

 • Hellið yfir salatið

 • Látið standa við stofuhita í um klukkutíma til að bragðið nái að “taka sig” 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 36 2%
Sykur 0g 0%
Fita 4g 6%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér