Fylltar brauðkollur með skinku o...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 50 gr BORÐSMJÖRLÍKI, 40% fita, meðaltal
 • 300 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 5 tsk SINNEP
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 300 gr OSTUR, rjómaostur, 22% fita
 • 300 gr HVEITI
 • 1 dl GRASLAUKUR, hrár
 • 15 gr GER, pressuger
 • 3 stk EGG, hænuegg, soðin
 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 1.5 dl Nýmjólk

Aðferð:

 1. Velgið mjólkina og leysið gerið upp í henni. Bræðið smjörlíki og bætið út í mjólkina ásamt salti og hálfu léttþeyttu eggi. Bætið megninu af hveitinu saman við, hrærið og hnoðið.
 2. Setjiðdeigið á volgan stað og látið hefast í einn klukkutíma.

Fylling:

 1. Harðsjóðið eggin í 10 mín. Saxið skinkuna, harðsoðnu eggin og graslaukinn.
 2. Hrærið saman rjómaost og sinnep, bætið skinku, eggjum og graslauk út í.

Samsetning:

 1. Fletjiðð deigið út þunnt. Skerið út kringlóttar kökur, um 12-15 sm í þvermál (notið undirskál sem mót). Fletjið hverja köku svo hún verði sporöskjulaga.
 2. Setjið fyllingu í rönd á miðjuna og pakkið saman. Setjið brauðin á bökunarplötu og látið samskeytin snúa niður. Skerið rauf ofan í deigið, svo sjáist aðeins í fyllinguna. Látið hefast á volgum stað í 15-20 mínútur.
 3. Penslið brauðið með afgangnum af egginu (drýgðu með örlitlu af vatni). Bakið í 200-225°C heitum ofni í 15 mínútur.

Úr "Nýir eftirlætisréttir"

Kaloríur 563 28%
Sykur 1g 1%
Fita 24g 34%
Hörð fita 13g 65%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fylltar brauðkollur með skinku og graslauk.
Jacob´s Creek Riesling
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob´s Creek Riesling
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frekar þurrt en jafnframt ávaxtaríkt vín, mjög aðlaðandi karakter með undirliggjandi lime og sítrus. Vín í góðu jafnvægi með kraftmiklu og þægilegu...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér