Malasísk kókossúpa með hrísgrjón...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 110 gr BAUNASPÍRUR, sojabauna-, hrár
 • 1 tsk TURMERIK
 • 2 stk SÍTRÓNUGRASSTÖNGLAR
 • 24 stk RÆKJUR
 • 1 msk MYNTA
 • 0.5 tsk SALT, Maldon-
 • 400 ml KÓKOSMJÓLK
 • 110 gr HRÍSGRJÓNANÚÐLUR
 • 1 tsk FISKISÓSA
 • 1 msk BASIL
 • 500 gr KRÆKLINGUR, hrár
 • 1 msk KÓKOSFEITI
 • 1 stk HVÍTLAUKUR, hrár
 • 50 gr HNETUR, jarðhnetur
 • 50 gr GÚRKUR, hráar
 • 2 msk límónusafi (lime)

Aðferð:

 • Fyrst þarf að hafa til kræklinginn. Ef þið notið ferskan krækling í skel þarf að bursta hann undir köldu vatni og toga af “skeggið” sem er stundum á skelinni. Hendið þeim kræklingum sem eru brotnir eða lokast ekki ef maður bankar fast á skelina með hníf.
 • Næst skal setja hrísgrjónanúðlurnar í skál og hella sjóðandi vatni yfir. Látið liggja í nokkrar mínútur. Þið þurfið ekki að elda núðlurnar meira, bara að hita þær. Gætið þess að merja ekki núðlurnar þ.e. að reyna að halda þeim heilum. Sigtið núðlurnar í sigti eftir nokkrar mínútur og látið smá kalt vatn renna á þær.
 • Aðferð:
 • Til að búa til kryddmaukið skal setja allt innihaldið, ásamt matskeið af vatni í matvinnsluvél og blanda mjög vel.
 • Setjið makadamíuhneturnar eða jarðhneturnar á pönnu og þurristið þær yfir meðalhita.
 • Færið á disk og kælið.
 • Bætið kókosfeiti eða ólífuolíu á sömu pönnu og þegar olían er orðin heit, bætið þá kryddmaukinu út í og hitið á meðalhita í um 2 mínútur.
 • Bætið kókosmjólkinni saman við ásamt fiskisósunni og hrærið. Látið malla í um 10 mínútur
 • Á meðan maukið mallar, skerið þá gúrkuna langsum í ræmur og skerið svo hverja ræmu í fjórar ræmur.
 • Saxið hneturnar gróft.
 • Þegar kókosmaukið á pönnunni er orðið tilbúið, bætið þá núðlunum út í ásamt 3/4 af baunaspírunum. Gætið þess vel að hræra ekki of mikið í núðlunum því þær eiga að haldast heilar (má líka bæta þeim út alveg í lokin ef þið viljið vera viss um að merja þær ekki)
 • Bragðið til með tamarisósu, má vera frekar salt.
 • Látið suðuna koma upp og bætið sjávarréttunum út í og hitið í um 3-5 mínútur.
 • Skeljarnar (kræklingurinn) ættu nú að opnast og hendið þeim skeljum sem opnast ekki.
 • Bætið nú við helmingnum af kryddjurtunum og bætið restinni saman við söxuðu hneturnar.
 • Ausið súpu í djúpar skálar og dreifið restinni af baunaspírunum, hnetunum og kryddjurtunum.
 • Berið fram sjóðandi heitt.

 • Allt í lagi er að hita réttinn upp daginn eftir og jafnvel borða kaldan. Gætið þess þó að láta súpuna kólna alveg á hellunni (hrærið aðeins í súpunni öðru hvoru meðan hún kólnar), setjið svo í box og inn í ísskáp yfir nóttina. Mikilvægt er að súpan sé orðin alveg köld. Þegar á að hita hana daginn eftir skal gæta þess vel að súpan verði sjóðandi heit, það ætti aldrei að bera svona súpur fram volgar vegna hættu á matareitrun af sjávarréttunum. Aldrei of varlega farið sko! Það er ekki mælt með því að hita súpuna upp aftur (þriðja daginn) en ætti að vera allt í lagi að borða kalda daginn eftir. Viðkvæmt fólk (t.d. ófrískar konur, aldraðir) ættu alltaf að fara varlega í ferska sjávarrétti.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 484 24%
Sykur 3g 3%
Fita 36g 51%
Hörð fita 26g 130%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Malasísk kókossúpa með hrísgrjónanúðlum
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært eitt og sér en hentar sérstaklega vel með sjávarréttum af ýmsu tagi. Silungur og bleikja passa einnig vel með sem og salöt og kjúklingur.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér