Kræklinga- og kartöflusúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 300 gr KARTÖFLUR, soðnar
 • 400 ml UNDANRENNA
 • 1 msk STEINSELJA
 • 3 msk SPELTMJÖL, fínt hvítt mjöl
 • 1 tsk SALT, Miðjarðarhafssalt
 • 125 ml RJÓMI, kaffirjómi
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 300 ml LÉTTMJÓLK
 • 1 kg KRÆKLINGUR, hrár
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF

Aðferð:

 • Aðferð:
 • Ef ferskur kræklingur er notaður þarf að byrja á því að henda þeim sem hafa brotnar
 • skeljar og þeim sem lokast ekki strax um leið og maður bankar í skelina.
 • Skolið undir köldu vatni og togið ’hárin’ af. Skrapið hrúðurkarla af með beittum hnífi ef þeir eru til staðar.
 • Setjið kræklinginn í stóran pott, lokið vel og sjóðið á háum hita í um 4 mínútur eða þangað til allar skeljarnar opnast. Ef einhverjar opnast ekki, hendið þeim þá.
 • Látið kólna og fjarlægið svo úr skelinni. Sigtið soðvatnið ásamt skeljunum í sigti og geymið vatnið.
 • Ef notaður er kræklingur í dós skal opna dósina og geyma kræklinginn í dósinni ásamt vökvanum.
 • Blandið saman speltinu og nokkrum matskeiðum af mjólk í stóra skál. Hrærið varlega þangað til þykkt deig hefur myndast.
 • Bætið smávegis til viðbótar af mjólk og hrærið vel.
 • Bætið afgangnum af mjólkinni ásamt rjóma og undanrennu í pott og látið suðuna koma upp.
 • Hrærið speltblöndunni (eða kartöflumjölsblöndunni) út í (með sósupísk). Lækkið hitann í miðlungshita og látið krauma í 15 mínútur eða þangað til súpan þykknar aðeins.
 • Blandið steinselju út í og hitið í 2-3 mínútur.
 • Látið súpuna kólna aðeins og blandið í matvinnsluvél, blandara eða notið töfrasprota í um 5 mínútur.
 • Setjið súpuna aftur í pott og bætið kræklingnum saman við ásamt vökvanum (50 ml af soðvatninu ef notaður var ferskur kræklingur).
 • Setjið kartöflurnar saman við.
 • Saltið og piprið.
 • Látið malla í um 5-7 mínútur eða þangað til súpan er orðin vel heit. 
 • Saltið og piprið eftir smekk.

 • Berið fram með nýbökuðu brauði.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 400 20%
Sykur 0g 0%
Fita 11g 16%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kræklinga- og kartöflusúpa
Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært sumarvín sem hefur unnið til fjölda verðlauna.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér