Kókos- og laxasúpa með hrísgrjón...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 200 gr BAUNASPÍRUR, sojabauna-, hrár
 • 2 stk SÍTRÓNUGRAS
 • 1 stk LIME
 • 400 ml KÓKOSMJÓLK
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 125 gr HRÍSGRJÓNANÚÐLUR
 • 1 stk GRÆNMETISTENINGUR
 • 300 ml Vatn
 • 1 tsk SALT, Miðjarðarhafssalt
 • 1 tsk PAPRIKUDUFT
 • 225 gr LAX, soðinn
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 tsk KÓKOSFEITI
 • 1 tsk TURMERIK

Aðferð:

 • Aðferð:
 • Fjarlægið ytri blöðin af sítrónugrasinu og saxið neðri helminginn (sem er breiðari en sá efri). Ætti að vera um 2 cm. bútur. Fleygið afgangnum eða notið síðar (geymist vel á þurrum og köldum stað)
 • Setjið sítrónugrasið í matvinnsluvél ásamt lauknum, hvítlauknum, turmericinu, paprikuduftinu og blandið vel (þangað til þetta er orðið að mauki með pínulitlum bitum í).
 • Hitið kókosfeitina á djúpri pönnu eða grunnum potti. Bætið vatni við ef þarf.
 • Setjið maukið á pönnuna og hitið í 5 mínútur eða þangað til allt fer að ilma. Hrærið stöðugt í maukinu.
 • Bætið kókosmjólkinni saman við ásamt grænmetissoðinu og látið suðuna koma upp.
 • Lækkið á hitanum, setjið lokið á pönnuna og látið malla í 15 mínútur.
 • Bætið laxabitunum saman við og saltið eftir smekk.
 • Látið malla í um 5 mínútur með lokinu á eða þangað til fiskurinn er tilbúinn.
 • Á meðan skuluð þið sjóða núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum.
 • Sigtið núðlurnar og skolið með köldu vatni.
 • Ef baunaspírurnar eru notaðar skal setja þær út í súpuna og láta malla í nokkrar mínútur.
 • Skiptið núðlunum á milli diskanna og hellið súpunni yfir með ausu.
 • Skreytið með corianderlaufum og berið fram með lime sneiðum.

 • Nota má alls kyns núðlur í réttinn, fyrir þá sem þola glútein er gott að nota udon núðlur, flatar núðlur, eggjanúðlur, speltnúðlur o.fl.
 • Nota má silung í stað þess að nota lax. Einnig má nota rækjur.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 394 20%
Sykur 3g 3%
Fita 30g 43%
Hörð fita 23g 115%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kókos- og laxasúpa með hrísgrjónanúðlum
Casillero del Diablo Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Casillero del Diablo Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Gott með fiskréttum, kjúklingi og salötum. Eitt mest selda hvítvínið frá Chile á heimsvísu - þarf að segja meira ?
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér