Einföld fiskisúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.5 msk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 1 tsk OREGANO
 • 3 stk GRÆNMETISTENINGUR
 • 3 msk FISKISÓSA
 • 175 gr ÝSA, soðin
 • 1000 ml Vatn
 • 175 gr SÆTAR KARTÖFLUR
 • 75 ml LÉTTMJÓLK
 • 0.5 tsk KANILL
 • 50 gr GULRÆTUR, hráar
 • 250 gr BRAUÐ, snittu-

Aðferð:

 • Aðferð:
 • Setjið lauk, sæta kartöflu, fisk, gulrót , oregano, kanil og 800 ml af vatni (ásamt teningum og fiskisósu) út í stóran pott. Ef þið eruð með fiskiafganga (ekki ósoðinn fisk) þá skuluð þið ekki setja fiskinn út í strax.
 • Látið sjóða þangað til kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
 • Kælið aðeins.
 • Notið töfrasprota eða matvinnsluvél og maukið allt vel (ef þið eruð með matvinnsluvél, maukið þá í litlum skömmtum). Ef þið eruð með fiskiafganga þá má setja þá út í hér og mauka áfram.
 • Setjið súpuna aftur í pottinn, bætið mjólkinni við og hitið upp að suðumarki.
 • Berið fram með heitu, nýbökuðu brauði til að ná hinni fullkomnu hamingju.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: cafesigrun.com

Kaloríur 104 5%
Sykur 0g 0%
Fita 1g 1%
Hörð fita 0g 0%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Einföld fiskisúpa
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér