Blómkálssúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 600 gr BLÓMKÁL, hrátt
 • 110 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 1 msk KÓKOSFEITI
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 2 stk SELLERÍ, stilksellerí
 • 1500 ml VATN, drykkjarvatn
 • 2 stk GRÆNMETISTENINGUR
 • 2 stk LÁRVIÐARLAUF

Aðferð:

 • Aðferð:
 • Hitið kókosfeiti í stórum potti.
 • Steikið lauk, sellerí og blaðlauk og bætið vatni við ef þarf.
 • Snyrtið blómkálið og brjótið í sprota.
 • Setjið 1,5 lítra af vatni í pott ásamt lárviðarlaufum og grænmetisteningum.
 • Setjið kartöflur og blómkál út í pottinn og sjóðið í 7-10 mínútur.
 • Látið malla þangað til allt grænmeti er orðið mjúkt.
 • Kælið súpuna og blandið hana í smá skömmtum í blandara eða matvinnsluvél.
 • Mér finnst mikilvægt að blanda súpuna afar, afar vel sérstaklega þegar ég nota sellerí. Áferðin á að vera mjúk en ekki gróf með þráðum úr selleríinu. Ef þið viljið hafa súpuna grófari er það auðvitað í góðu lagi.

 • Gott er að blanda út í súpuna um 200 ml af kókosmjólk og minnka þá vatnsmagnið sem því nemur.


Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni cafesigrun.com

Kaloríur 97 5%
Sykur 0g 0%
Fita 4g 6%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Blómkálssúpa
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér