Blómkáls og kartöflusúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.5 stk BLÓMKÁL, hrátt
 • 0.5 stk KARTÖFLUR, hráar
 • 1 msk KÓKOSFEITI
 • 375 ml NÝMJÓLK
 • 13 gr SPELTMJÖL, fínt hvítt mjöl
 • 500 ml GRÆNMETISSOÐ
 • 20 gr OSTUR, Rifinn

Aðferð:

 • Brjótið blómkálið í litla jafn stóra sprota.
  Setjið blómkálið í stóran pott ásamt mjólkinni, kartöfluteningunum, grænmetissoðinu og hvíta partinum af vorlauknum (sá græni er notaður ofan á súpuna).
 • Sjóðið allt í 20 mínútur eða þangað til grænmetið er orðið mjög mjúkt.
 • Síið vökvann í stóra skál og geymið grænmetið í annarri skál.
 • Hitið kókosfeitina í stóra pottinum og bætið speltinu saman við. Hrærið allan tímann og mjög hratt í 1 mínútu eða svo (þangað til að úr verður smá grautur).
 • Bætið vökvanum (sem var síaður frá) hægt saman við, smátt og smátt í einu þangað til allt blandast vel saman.
 • Látið suðuna koma upp og látið malla í 2-3 mínútur.
 • Bætið grænmetinu saman við og smakkið til með salti og pipar.
 • Notið nú töfrasprota til að mauka súpuna eða setjið í nokkrum skömmtum í matvinnsluvél eða blandara. Blandið þangað til súpan er orðin silkimjúk (þið getið geymt nokkra bita af blómkálinu til að hafa grófari áferð ef þess er óskað).
 • Bætið rifna ostinum saman við og hrærið þangað til hann bráðnar.
 • Bætið parmesan ostinum út á.
 • Saxið græna hlutann af vorlauknum og dreifið yfir.
 • Berið fram strax.
 • Gott er að hafa nýbakað brauð með súpunni. 

Uppskrift fengin af cafesigrun.com


Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: cafesigrun.com

Kaloríur 128 6%
Sykur 1g 1%
Fita 8g 11%
Hörð fita 6g 30%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Blómkáls og kartöflusúpa
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér