Blaðlauks- og kartöflumaukssúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 5 stk KARTÖFLUR, hráar
 • 1 tsk KÓKOSFEITI
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 2 stk GRÆNMETISTENINGUR
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 5 tsk LÁRVIÐARLAUF

Aðferð:

 • Hitið kókosfeitina eða ólífuolíuna.
 • Hitið blaðlaukinn, laukinn og kartöflurnar í potti í smástund þangað til mjúkt.
 • Lárviðarlaufinu bætt útí sem og soðinu.
 • Látið malla við vægan hita í 20 mínútur eða þangað til kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
 • Þetta er svo maukað í matvinnsluvél eða með töfrasprota.
 • 10 mínútum áður en súpan er borin fram, skerið þá niður restina af blaðlauknum í fínar sneiðar og setjið timian líka yfir súpuna.
 • Saltið og piprið.

 • Fín með nýbökuðu brauði eða grófu snittubrauði


Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni:cafesigrun.com

Kaloríur 21 1%
Sykur 0g 0%
Fita 2g 3%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Blaðlauks- og kartöflumaukssúpa
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér