Bauna- og spínatsúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 300 gr BAUNIR, linsubaunir, soðnar
 • 240 gr BRAUÐ, dökk hveitibrauð
 • 1 tsk KÓKOSFEITI
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 125 gr SPÍNAT, hrátt
 • 1000 ml GRÆNMETISSOÐ
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 0.5 tsk KORIANDER

Aðferð:

 • Hitið olíuna í stórum potti.
 • Steikið laukinn og hvítlaukinn þangað til laukurinn fer að mýkjast. Bætið við vatni ef þarf.
 • Bætið kryddunum við og hitið þangað til allt fer að ilma eða í nokkrar mínútur.
 • Bætið baununum við ásamt vatninu og grænmetissoðinu.
 • Látið malla í um 20-30 mínútur í opnum potti þangað til baunirnar fara að mýkjast vel.
 • Kælið súpuna og blandið svo í matvinnsluvél eða með töfrasprota þangað til hún er orðin vel blönduð og mjúk.
 • Setjið súpuna aftur í pottinn og bætið spínatinu saman við.
 • Hitið að suðumarki.
 • Berið fram með góðu, nýbökuðu brauði.
 • Súpan er enn þá betri daginn eftir. Til að geyma súpuna er best að setja hana í lokað plastílát eftir að hún er orðin köld og geyma svo í ísskápnum. Svo er hægt að setja í pott og hita upp daginn eftir. Ef súpan er mjög þykk má setja 1/2-1 glas af vatni eða svo til að þynna hana.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 256 13%
Sykur 2g 2%
Fita 3g 4%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bauna- og spínatsúpa
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér