Blaðlauksbaka með möndlum
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 200 gr BLAÐLAUKUR, hrár
  • 50 gr HEILHVEITI
  • 100 gr HVEITI
  • 40 gr MÖNDLUR
  • 100 gr OSTUR, blokkostur, 17% fita
  • 0.25 gr PIPAR, svartur
  • 1.5 tsk SALT, borðsalt
  • 2 msk SMJÖRLÍKI, Ljóma
  • 2 msk MATAROLÍA

Aðferð:

Deig:

1.  Blandið saman hveiti, heilhveiti, vatni ( 4 msk.), smjörlíki og salti( 0,5 tsk.). Fletjið deigið út og þrýstið því út í smurt tertu- eða bökuform, u.þ.b. 22 cm í þvermál. Bakið í tíu mínútur við 200°C.


Fylling:
2. Sneiðið blaðlaukinn þunnt og léttsteikið í olíu á pönnu.
3. Bætið vatni ( 1 dl.), salti ( 1 tsk) og pipar út í og látið sjóða við vægan hita undir loki í fimm mínútur.
4. Saxið möndlurnar og blandið þeim saman við.

Ostasósa:
5.Rífið ostinn í skál og hrærið mjólk og egg út í .

Samsetning:
6.Dreifið blaðlauksfyllingunni yfir deigbotninn og hellið ostsósunni yfir.
7.Bakið í 30 mínútur við 200°C á næstneðstu rim í ofninum.

Ath. best er að kaupa afhýddar möndlur.

 

Kaloríur 379 19%
Sykur 0g 0%
Fita 24g 34%
Hörð fita 8g 40%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Blaðlauksbaka með möndlum
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér