Austur-Afrísk grænmetissúpa með ...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk GULRÆTUR, hráar
 • 1 msk KORIANDER
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 0.5 stk GRÆNMETISTENINGUR
 • 2 gr ENGIFER
 • 1 tsk CAYENNE PIPAR
 • 20 gr HNETUR, Cashew
 • 750 ml Vatn
 • 250 gr Tómatar
 • 450 gr SÆTAR KARTÖFLUR
 • 1 msk SALT, Miðjarðarhafssalt
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 msk KÓKOSFEITI
 • 1 tsk KANILL
 • 1 msk HNETUSMJÖR
 • 1 msk krydd, cumin

Aðferð:

 • ATH! Í þessa súpu þarf um 1 tsk af negul.

 • Hitið kókosfeitina á stórri pönnu á meðalhita.
 • Hitið laukinn í um 10 mínútur eða þangað til hann er orðinn mjúkur.
 • Bætið hvítlauk, engiferi, coriander, kanil saman við.
 • Bætið tómötunum, sætu kartöflunum og gulrótinni saman við. Hitið í um 5 mínútur.
 • Hellið 750 ml af vatni út í. Saltið og bætið grænmetisteningnum út í.
 • Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla í um 30 mínútur eða þangað til grænmetið er orðið mjúkt.
 • Takið súpuna af hellunni og látið kólna í nokkrar mínútur.
 • Hellið súpunni í matvinnsluvél ásamt þurrristuðu hnetunum og hnetusmjörinu og blandið þangað til allt er orðið vel saxað (eiga ekki að sjást neinir grænmetisbitar. Súpan verður svona sinnepsgul á litinn).
 • Færið þessa blöndu nú í pott og hitið vel.
 • Dreifið nokkrum corianderlaufum yfir súpuna áður en hún er borin fram.

 • Súpan er enn þá betri daginn eftir.
 • Ef þið viljið hafa súpuna grófari, má mauka grænmetið minna.


Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni:cafesigrun.com

Kaloríur 221 11%
Sykur 0g 0%
Fita 9g 13%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Austur-Afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflum
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér