Asparssúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 msk KÓKOSFEITI
 • 2.5 dl NÝMJÓLK
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 3 msk SPELTMJÖL, heilmalað
 • 800 gr SPERGILL / ASPARGUS, niðursoðinn
 • 1 dl UNDANRENNA
 • 1 stk GRÆNMETISTENINGUR

Aðferð:

2 x 400 gr dósir grænn aspars (önnur dósin má vera bútar þ.e. óþarfi er að nota löngu stönglana sem eru dýrari til að mauka). Þessi 400 gr reiknast með safanum og hann er notaður í súpuna

 • Hellið safa af annarri dósinni og setjið til hliðar.
 • Maukið í matvinnsluvél asparsinn úr þeirri dós sem þið voruð að hella af. Setjið maukið til hliðar.
 • Hrærið saman kókosfeiti og spelti þangað til það líkist deigi. Gott er að hræra í djúpri skál.
 • Bætið helmingnum af mjólkinni út í skálina, smá slettu í einu og hrærið þangað til deigið verður nánast fljótandi.
 • Setjið speltblönduna í pott.
 • Bætið smátt og smátt afgangnum af mjólkinni saman við þangað til öll mjólkin er komin í pottinn. Hrærið allan tímann.
 • Bætið grænmetisteningi út í og hrærið hann vel út.
 • Bætið maukaða asparsinum út í og hrærið vel.
 • Bætið undanrennu út í súpuna ef þið viljið hafa hana þynnri.
 • Rétt áður en súpan er borin fram skuluð þið bæta asparsinum og vökvanum úr hinni dósinni út í súpuna.
 • Hitið en hrærið ekki mikið (svo asparsinn verði ekki að mauki).
 • Kryddið með svörtum pipar.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com

Kaloríur 109 5%
Sykur 0g 0%
Fita 5g 7%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Asparssúpa
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér