Kryddbrauð með ómótstæðilegri fy...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 dl BLAÐLAUKUR, hrár
 • 50 gr SMJÖRVI
 • 100 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 2 tsk PAPRIKUDUFT
 • 150 gr OSTUR, blokkostur, 17% fita
 • 2 dl NÝMJÓLK
 • 250 gr HVEITI
 • 50 gr HAFRAMJÖL
 • 1 dl GRASLAUKUR, hrár
 • 11.8 gr GER, þurrger
 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 4 stk Tómatar

Aðferð:

 1. Velgið mjólkina og bræðið smjörið. Myljið gerið út í mjólkina og leysið upp.
 2. Rífið ostinn, fínsaxið blaðlauk og graslauk og hrærið þetta út í gerblönduna.
 3. Bætið haframjöli og hveiti út í og hnoðið vel. Látið hefast á hlýjum stað í 30 mínútur.
 4. Skiptið deiginu í tvenn. Fletjið út annan helminginn og setjið í botninn og meðfram hliðum á smurðu 22 sm hringlaga formi.
 5. Rífið ostinn og blandið paprikudufti saman við. Stráið ostinum yfir botninn, takið frá dálítinn ost þar til síðar. Saxið tómata, blaðlauk og skinku og stráið þessu jafnt í formið.
 6. Fletjið út hinn helminginn af deiginu og leggið yfir fyllinguna. Þrýstið deigbrúnum vel saman. Penslið með léttþeyttu eggi. Látið hefast í 15 mínútur.
 7. Bakið í 200°C heitum ofni í 40 mín. Stráið smávegis af rifnum osti yfir brauðið á meðan það er enn heitt.

Í stað skinku má nota túnfisk eða pepperóní.

 

Kaloríur 481 24%
Sykur 0g 0%
Fita 19g 27%
Hörð fita 10g 50%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kryddbrauð með ómótstæðilegri fyllingu.
Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Vín sem að hentar einkar vel með fiskréttum, fiskisúpum,gráðosti,ljósu kjöti og sætum eftirréttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér