Gulrótarbrauð með sólþurrkuðum t...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 dl GULRÆTUR, hráar
 • 1 dl Vatn
 • 125 gr TÓMATAR, sólþurrkaðir, í olíu
 • 6 dl SPELTMJÖL, fínt hvítt mjöl
 • 1 dl SÓLBLÓMAFRÆ
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 2 msk LYFTIDUFT
 • 2 dl JÓGÚRT, hreint
 • 1 dl HVEITIKLÍÐ
 • 1 dl HIRSIFLÖGUR
 • 1 tsk TURMERIK

Aðferð:

Olíunni er hellt af sóþurrkuðu tómötunum, þerraðir og saxaðir.

 • Blandið saman þurru hráefnunum ásamt turmericinu, og saltinu
 • Blandið saman við gulrótum ( rifnar ) og sólblómafræjunum
 • Blandið jógúrtinu út í ásamt heita vatninu (sjáið til hvað þarf mikið af heita vatninu. Deigið má ekki verða allt of blautt)
 • Bakið við 180°C í rúman klukkutíma
 • Takið brauðið úr forminu, snúið því við og bakið í 15 mínútur í viðbót til að fá harða skorpu allan hringinn.

 • Hægt er að nota t.d. graskersfræ, sinnepsfræ, sesamfræ og margt fleira í brauðið í staðinn fyrir sólblómafræin og gulræturnar

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: cafesigrun.com

 

 

Kaloríur 168 8%
Sykur 0g 0%
Fita 6g 9%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Gulrótarbrauð með sólþurrkuðum tómötum og hirsi
Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Vín sem að hentar einkar vel með fiskréttum, fiskisúpum,gráðosti,ljósu kjöti og sætum eftirréttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér