Blaðlauks- og tómatsúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 375 gr BLAÐLAUKUR, hrár
 • 8 stk BRAUÐ, dökk hveitibrauð
 • 375 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 1 msk PIPAR, svartur
 • 0.5 dl RJÓMI
 • 1 msk SALT, borðsalt
 • 30 gr SMJÖR
 • 375 gr Tómatar
 • 7 dl Vatn

Aðferð:

 1. Afhýðið kartöflur og skerið þær í teninga.
 2. Setjið tómatana augnablik í sjóðandi vatn og takið þá síðan upp úr.
 3. Afhýðið tómatana og skerið í bita.
 4. Fjarlægið visnuð blöð og rótarhlutann af lauknum, fjarlægið ystu blöðinn. Skerið blaðlaukinn í sundur að endilöngu og skolið í köldu vatni. Sneiðið svo laukinn þunnt.
 5. Bræðið smjörið við lágan hita í þykkbotna potti. Látið laukinn út í og mýkið í smjörinu, hrærið öðru hverju.
 6. Bætið tómatbitunum í og látið þá sjóða með á lágum hita, þar til safinn fer að fljóta úr þeim.
 7. Bætið í karöflunum, salti og vatni. Látið súpuna sjóða á vægum hita undir loki í um 20. mín, eða þar til grænmetið er soðið.
 8. Takið pottinn af plötunni. Gerið súpuna mýkri með því að hræra kröftuglega í henni.
 9. Setjið pottinn aftur á helluna og hitið. Bragðbætið eftir smekk.
 10. Hrærið rjómanum saman við og berið súpuna fram með góðu brauði.
Kaloríur 169 8%
Sykur 0g 0%
Fita 8g 11%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Blaðlauks- og tómatsúpa
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér