Grjónaklattar
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 150 gr HRÍSGRJÓN, hýðishrísgrjón, soðin
 • 2 msk KÓKOSFEITI
 • 0.5 tsk SALT, sjávarsalt
 • 2 msk SÍRÓP
 • 100 dl SOJADRYKKUR, kalkbættur
 • 150 gr SPELTMJÖL, fínt hvítt mjöl
 • 50 ml UNDANRENNA
 • 1 tsk VANILLUDROPAR
 • 1 stk EGGJAHVÍTUR

Aðferð:

 • Setjið soðnu hrísgrjónin í 50 ml af undanrennu í matvinnsluvél og blandið vel. Setjið til hliðar.
 • Setjið spelti og salt í skál.
 • Blandið eggjahvítu, sírópi og kókosfeiti í litla skál. Hrærið vel og hellið út í grautinn.
 • Hellið grautnum út í spelti og hrærið saman
 • Blandið undanrennunni saman við, smátt og smátt þannig að deigið líkist að lokum grófu vöffludeigi. Deigið ætti að vera það fljótandi að það leki hratt af sleif.
 • Hitið pönnu í meðalhita.
 • Hellið tæplega einni ausu af deigi á pönnuna. Hitið í nokkrar mínútur.
 • Snúið við með flötum, breiðum spaða og hitið í nokkrar mínútur.
 • Einnig má hita klattana á flötu samlokugrilli. 

 

 • Til að nota klattana sem “brauð” má sleppa sírópinu (eða nota 1 tsk eingöngu).
 • Klattarnir henta vel með osti, sultu, hnetusmjöri o.fl.
 • Til að gera klattana meira kryddaða má sleppa sírópinu og setja ferskar eða þurrkaðar kryddjurtir út í deigið.
 • Einnig er gott að setja t.d. 100 gr af ýmsu fínt söxuðu hráefni t.d. rauðlauk, papriku, sveppi o.fl.
 • Gott er að setja 1 tsk af kanil í deigið ef nota á klattana undir sætt meðlæti.
 • Til að gera klattana alveg svakalega djúsí er gott að setja 50 grömm af söxuðum döðlum út í deigið. Einnig má nota rúsínur.
 • Gott er að setja 50 gr af söxuðum möndlum eða heslihnetum í deigið (og ekki verra að hafa saxaðar döðlur líka).

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: cafesigrun.com

Kaloríur 379 19%
Sykur 0g 0%
Fita 13g 19%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grjónaklattar
Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Vín sem að hentar einkar vel með fiskréttum, fiskisúpum,gráðosti,ljósu kjöti og sætum eftirréttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér