Chapati (indverskar flatkökur)
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.5 msk KÓKOSFEITI
 • 1 tsk SALT, Miðjarðarhafssalt
 • 250 gr SPELTMJÖL, fínt hvítt mjöl
 • 200 ml Vatn

Aðferð:

 • Blandið saman speltinu og saltinu í skál.
 • Gerið holu í miðjuna og hellið vatninu í
 • Hnoðið deigið í um 10 mín eða þangað til það er hætt að festast við skálina
 • Setjið viskustykki yfir skálina og leyfið deiginu að standa í kæliskáp í um 30 mín
 • Hnoðið deigið aftur mjög vel og skiptið því í 12 litla bita
 • Fletjið hvern bita út í kringlótta köku ( uþb einsog undirskál að stærð) og passið að hafa nóg hveiti bæði undir deiginu og ofan á því  ( þegar þið rúllið með kökukeflinu)
 • Hitið pönnuna vel og setjið smá ólífuolíu á pönnuna ( ég set smá ólífuolíu á þurrkubút og strýk henni yfir pönnuna)
 • Leggið hverja köku ofan á pönnuna og hitið þangað til það koma blöðrur á deigið
 • Snúið við og notið fiskispaða til að þrýsta kökunni niður á pönnuna.
 • Kökurnar mega alveg vera svolítið brenndar, það gefur þeim bara meira bragð og karakter.
 • Það má gjarnan setja kryff einsog coriander, basil og fleira á brauðið


Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: cafesigrun.com

Kaloríur 240 12%
Sykur 0g 0%
Fita 2g 3%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Chapati (indverskar flatkökur)
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér