Brauð með öllu mögulegu í.
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 dl AB - MJÓLK
 • 3 tsk LYFTIDUFT
 • 1 tsk SALT, sjávarsalt
 • 1 dl SESAMFRÆ, án hýðis
 • 1 dl SÓLBLÓMAFRÆ
 • 5 dl SPELTMJÖL, fínt hvítt mjöl
 • 2 dl Vatn

Aðferð:

 • Blandið þurrefnunum saman í skál
 • Hellið vökvanum varlega út í 0.5 í einu og blandið varlega saman.
 • Setjið í form sem er klætt bökunarpappír
 • Bakið í ca. 25-30 mínútur við 200°C

 

 • Til að fá harða skorpu allann hringinn er gott að taka brauðið úr forminu síðustu 15 mínúturnar og snúa við og leggja á bökunarpappírinn.
 • Það er hægt að setja ýmislegt út í einsog sólþurrkaða tómata eða ólífur eða gulrætur eða hvítlauk og kryddjurtir
 • Gætið þess að deigið sé ekki of blautt, það er ágætt að miða við að deigið festist ekki við skálina ef þið hnoðið það létt.

Uppskrift fengin af cafesigrun.com

Kaloríur 82 4%
Sykur 0g 0%
Fita 3g 4%
Hörð fita 0g 0%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Brauð með öllu mögulegu í.
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér