Brauð með sólblóma- og sesamfræjum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.5 dl HVEITIKLÍÐ
 • 2 msk LYFTIDUFT
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 25 gr SESAMFRÆ, án hýðis
 • 1 dl SÓLBLÓMAFRÆ
 • 7.5 dl SPELTMJÖL, fínt hvítt mjöl
 • 2 dl UNDANRENNA

Aðferð:

Það má setja t.d. haframjöl, hörfræ, hnetur í staðinn fyrir sólblómafræ.

Það má einnig setja Soyjamjólk í staðinn fyrir undanrennuna.

 • Blandið þurrefnunum saman í skál.
 • Hrærið undanrennunni(soyjamjólkinni) saman við smátt og smátt. Setjið deigið í formkökuform sem er búið að klæða með bökunarpappír. Deigið á að vera frekar blautt en ekki þannig að dropi af sleif.
 • Bakið við 190-200 °c í 50-60 mínútur (þar til brauðið losnar frá mótinu)
 • Ef þið viljið harða skorpu allann hringinn þá er gott að taka brauðið úr forminu síðustu 10 mínúturnar og setja á hvolf í ofninn.
 • Brauðið er tilbúið þegar þið stingið prjóni inn í miðju brauðsins og hann kemur hreinn út.

Uppskrift fengin af cafesigrun.com

Kaloríur 132 7%
Sykur 0g 0%
Fita 5g 7%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Brauð með sólblóma- og sesamfræjum
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér