Bláberjalæri
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 dl BLÁBER
 • 2 dl PÚRTVÍN
 • 1 dl SÓSUJAFNARI
 • 100 gr OSTUR, Rifinn
 • 20 stk HNETUR, Pecan
 • 0.5 msk SÍRÓP, Hlyn-
 • 70 gr GRÁÐOSTUR
 • 3 msk SÝRÐUR RJÓMI, 10% fita
 • 250 gr SVEPPIR, hráir
 • 1 msk SMJÖR
 • 1 stk SKYR, ávaxtaskyr
 • 700 ml RJÓMI
 • 1 msk PIPAR, svartur
 • 2 stk PERUR
 • 0.5 stk LAUKUR, hrár
 • 1000 gr LAMBALÆRI, kryddlegið, hrátt
 • 1000 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 2 tsk KJÖTKRAFTUR

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 150°C.
 2. Setjið lærið í steikarpott ásamt púrtvíni og 2 dl af vatni.
 3. Kryddið með nýmuldum svörtum pipar.
 4. Steikið í u.þ.b. 2 tíma miðað við blástursofn (170° án blásturs).
 5. Takið steikarpottinn út og sigtið soðið.
 6. Setjið ofninn á grill, setjið lærið inn og grillið örlítið. Þá verður puran stökk.
 7. Setjið á fat og framreiðið.

Stærð lærisins ákvarðar fyrir hve marga rétturinn dugar. Reikna skal með 250 gr. af kjöti á mann.

Mild gráðostasósa:

 1. Setjið soð úr steikarpottinum, rjóma og gráðost í pott og sjóðið þar til osturinn er uppleystur.
 2. Kryddið með salti og nýmöldum svörtum pipar.
 3. Þykkið með sósujafnara og bragðbætið með kjötkrafti.


Kartöflusveppagratín:

 1. Skrælið kartöflurnar og skerið í þunnar skífur
 2. Skerið sveppina í þunnar sneiðar og steikið í smjör á pönnu ásamt söxuðum lauknum
 3. Leggið til skiptis í eldfast mót: kartöfluskífur, lauk og sveppi og kryddið með salti og pipar á milli laga þar til allt er komið í formið.
 4. Hellið rjómanum yfir og látið hann leka vel á milli.
 5. Stráið osti yfir og bakið við 150°C í c.a. 50-60 mín


Perubláberjasalat:

 1. Hrærið saman bláberjaskyri, sýrðum rjóma og hlynsírópi.
 2. Saxið pecanhnetukjarnana og setjið saman við.
 3. Skrælið og skerið perurnar í bita og hrærið saman við ásamt bláberjunum

 

Kaloríur 1405 70%
Sykur 0g 0%
Fita 104g 149%
Hörð fita 57g 285%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bláberjalæri
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér