Smjördeigsbaka með skinku- og gr...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 200 gr ANANAS, niðursoðinn
 • 2 msk SINNEP, Dijon
 • 1.5 dl SÝRÐUR RJÓMI, 18% fita
 • 125 gr SVEPPIR, hráir
 • 50 gr SMJÖR
 • 4 stk SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 125 gr SELLERÍ, stilksellerí
 • 75 gr OSTUR, rjómaostur, 27% fita
 • 0.5 stk LAUKUR, hrár
 • 1 tsk KARRÍ, duft
 • 125 gr GULRÆTUR, hráar
 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 400 gr SMJÖRDEIG

Aðferð:

Grænmetisfylling:

 1. Saxið lauk, skerið gulrætur og sellerí í bita og sveppi í sneiðar.
 2. Hitið smjörið á pönnu og stráið karríi yfir. Snöggsteikið grænmetið í karrísmjörinu og takið pönnuna af hellunni.
 3. Hrærið sýrðan rjóma saman við grænmetisblönduna.

Skinkufylling:

 1. Hrærið saman rjómaost og sinnep. Skerið skinku og ananas í bita og blandið saman við rjómaostinn.

Botn:

 1. Fletjið út smjördeigið svo það verði um 34x24 sm. að stærð. Skerið frá nokkra strimla til að leggja ofan á. Leggið botninn á bökunarpappír.

Setjið fyllingar til skiptis ofan á botninn, fyrst helminginn af grænmetisfyllingunni, þá skinkufyllingunni og svo afganginn af grænmetisfyllingunni. Leggið strimlana í kross ofan á, penslið með léttþeyttu eggi og bakið í 175°C heitum ofni í 20-30 mín.

Úr bókinni "Nýir eftirlætisréttir"

 

 

Kaloríur 686 34%
Sykur 8g 9%
Fita 51g 73%
Hörð fita 21g 105%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Smjördeigsbaka með skinku- og grænmetisfyllingu.
Montana Marlborough Sauvignon Blanc
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Montana Marlborough Sauvignon Blanc
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Nýja-Sjáland
 • Lýsing: Montana Sauvignon Blanc stimplaði sig sterkit inn í vínheiminn árið 1990 þegar það var valið "Besta Sauvignon Blanc í heimi" og hlaut að verðlaunum...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér