Laxalengja með eggjum og aspas
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 1 dl HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 100 gr SÝRÐUR RJÓMI, 18% fita
 • 100 gr SPERGILL / ASPARGUS, niðursoðinn
 • 100 gr SÓSA, MAJONES, 79% fita
 • 200 gr LAX, reyktur
 • 1 tsk KARRÍ, duft
 • 1 tsk GRASLAUKUR, hrár
 • 3 stk EGG, hænuegg, soðin
 • 200 gr SMJÖRDEIG

Aðferð:

 1. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og kælið að mestu. Harðsjóðið eggin, kælið og saxið. Skerið laxinn í teninga eða strimla.
 2. Hrærið saman majones og sýrðan rjóma og kryddið með karríi, pipar og söxuðum graslauk.
 3. Fletjið út smjördeigið (um 40x30 sm). Skerið frá 3 mjóar ræmur fyrir fléttuna, ef vill. Setjið hrísgrjónin langsum á miðjuna. Setjið söxuð eggin og laxabitana þar ofan á, síðan sósuna og loks aspasinn.
 4. Brjótið hliðar smjördeigsins yfir fyllinguna, búið til fléttu úr smjördeigsræmunum og leggið ofan á. Penslið með eggi.
 5. Bakið í 200°C heitum ofni í 20-25 mínútur.

Úr bókinni "Nýir eftirlætisréttir"

Kaloríur 540 27%
Sykur 0g 0%
Fita 45g 64%
Hörð fita 11g 55%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Laxalengja með eggjum og aspas
Raimat Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Raimat Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Gott með laxi, frekar feitum fiski og kjúklingi. Þeir sem eru ekki hrifnir af eikuðum vínum hafa fundið eitthvað við sitt hæfi í Raimat Chardonnay.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér