Síðkvöldssæla með skinku og osti
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 1 tsk MÚSKAT
 • 1 stk EGGJARAUÐA
 • 500 ml Vatn
 • 200 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 1.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 150 gr OSTUR, ábætisostur
 • 1.5 tsk KÚMEN
 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 200 gr SMJÖRDEIG

Aðferð:

 1. Skerið frá grænu blöðin efst á blaðlauknum. Hafið þau heil og sjóðið í hálfum lítra af léttsöltu vatni. Kælið.
 2. Rífið ostinn (t.d.Gouda) og hrærið saman við egg, salt, pipar og múskat. Skerið skinkuna í strimla.
 3. Fletjið deigið út þannig að það verði aflangt. Setjið skinku og blaðlauk á deigið, látið það liggja langsum, hafið þriggja sentimetra autt bil frá brún, allan hringinn. Hellið osta- og eggjahrærunni yfir.
 4. Brjótið brún deigsins yfir fyllinguna allan hringinn. Rúllið varlega upp og ekki of þétt. Leggið rúlluna á bökunarpappír og látið opið snúa niður.
 5. Penslið með eggjarauðu og stráið kúmeni yfir. Bakið í 180°C heitum ofni í 35 mínútur. Látið brauðið standa í 5-10 mín. áður en það er skorið.

Úr bókinni "Nýir eftirlætisréttir"

Kaloríur 407 20%
Sykur 0g 0%
Fita 30g 43%
Hörð fita 14g 70%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Síðkvöldssæla með skinku og osti
Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Vín sem að hentar einkar vel með fiskréttum, fiskisúpum,gráðosti,ljósu kjöti og sætum eftirréttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér