Saumaklúbbsflétta með grænmeti o...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.5 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 125 gr OSTUR, smurostur, 18% fita
 • 1 stk PAPRIKA, græn
 • 150 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 100 gr SMJÖR
 • 100 gr SVEPPIR, hráir
 • 50 gr GRÁÐOSTUR
 • 200 gr SMJÖRDEIG

Aðferð:

1. Myljið gráðostinn og hrærið hann saman við smurostinn.

2. Sneiðið og steikið sveppina í smjörinu. Saxið papriku, brytjið skinkuna og sneiðið 1/2 blaðlauk og hrærið þessu saman við ostablönduna.

3. Fletjið út smjördeigið þannig að það verði aflangt. Smyrjið fyllingunni á miðjuna.

4. Skerið ræmur, 2 sm breiðar, upp í smjördeigið báðum megin við fyllinguna þannig: skerið á ská og ekki skera alveg upp að fyllingunni.

5. Fléttið nú ræmum yfir fyllinguna og pakkið vel saman.

6. Penslið með léttþeyttu eggi. Bakið á bökunarpappír í 190°-200°C heitum ofni í 20-25 mínútur.

Úr bókinni "Nýir eftirlætisréttir"

 

Kaloríur 551 28%
Sykur 0g 0%
Fita 47g 67%
Hörð fita 24g 120%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Saumaklúbbsflétta með grænmeti og gráðaosti.
Lion d
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Lion d'Or
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Frakkland
 • Lýsing: Gott með fiski, ljósu kjöti, kjúklingi og eftirréttum. Einnig gott sem fordrykkur.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér