Skinkubrauð fjölskyldunnar
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk BRAUÐ, franskbrauð
 • 3 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 100 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 200 gr SÓSA, MAJONES, 79% fita
 • 250 gr SPERGILL / ASPARGUS, niðursoðinn
 • 200 gr OSTUR, Rifinn

Aðferð:

Takið skorpuna af brauðinu og skerið það í teninga. Hellið safanum af aspasnum yfir brauðið. Blandið majonesinu og þrem eggjarauðum saman við ásamt osti, aspas og skinku. Blandið öllu vel saman í skál, stífþeytið eggjahvítur og blandið þeim að endingu varlega saman við brauðblönduna. Setjið í eldfast mót og stráið dálitlum rifnum osti yfir. Bakið í um það bil 20 mín. í 160°-170° heitum ofni eða þar til osturinn er bráðnaður.

Úr bókinni Nýir eftirlætisréttir.

Kaloríur 522 26%
Sykur 0g 0%
Fita 49g 70%
Hörð fita 8g 40%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Skinkubrauð fjölskyldunnar
 Arthur Metz - Riesling
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Arthur Metz - Riesling
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Frakkland
 • Lýsing: Líflegt vín með frísklegum ávöxtum, millisætt með ástríðualdin og perum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér