Bláberja skyrterta
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 dl BLÁBER
 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 150 gr KEX, heilhveitikex
 • 8 stk MATARLÍM
 • 2.5 dl RJÓMI
 • 500 gr SKYR
 • 75 gr SMJÖR
 • 140 gr SYKUR, STRÁSYKUR

Aðferð:

 1. Kexið mulið vel, bræddu smjöri bætt saman við. Sett í form með lausum botni. Kælt.
 2. Matarlím lagt í bleyti í kalt vatn í 5-10 mín. Vatni síðan hellt af og límið brætt með því að hella á það 1/2 dl. af sjóðandi vatni. Kælt.
 3. Hræra saman skyri, sykri og eggjum. Þeytið rjómann.
 4. Matarlími hellt ylvolgu út í skyrblönduna og rjóma síðan blandað varlega saman við.
 5. Fyllingu hellt á kaldan botninn og látin stífna í ísskáp. Gott er að láta kökuna standa í ísskáp í sólarhring áður en hún er borin fram.
 6. Skreytið með bláberjum eftir smekk.
Kaloríur 537 27%
Sykur 39g 43%
Fita 23g 33%
Hörð fita 12g 60%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bláberja skyrterta
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér