Ommeletta með osti, tómötum og b...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 8 stk BRAUÐ, fjölkornabrauð
 • 3 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 3 msk OSTUR, Mozzarella, 17% fita
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 2 stk Tómatar
 • 1 msk BASIL
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT

Aðferð:

Brjótið eggin í skál. Sláið þau út með gaffli. Látið ostinn saman við. Saltið og piprið. Hitð viðloðunarfría pönnu vel. Hellið örlitlu af olíu á hana. Hellið eggjarblöndunni út á heita pönnuna og látið renna vel út í alla kanta og hristið pönnuna stöðugt og brjótið upp á kantinn af eggjahrærunni inn í miðri pönnu. Brjótið aftur upp á kantinn á sama hátt og haldið svona áfram að rúlla ommelettunni upp á nokkurs konar flata, sporöskjulagða böku.

Blandið tómatteningunum saman við saxaða basilíkuna og ólífuolíuna. Saltið.

 

Setjið ommelettuna á disk og skerið rák ofan á hana og opnið aðeins. Látið tómatana þar ofan í.

Berið ommelettuna fram með stökku salati og ristuðu brauði.

Kaloríur 99 5%
Sykur 0g 0%
Fita 9g 13%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Ommeletta með osti, tómötum og basilíku
Tommasi Romeo
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Romeo
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Með ljúfan angan af cappuchino gefa ljúffeng og sæt kirsuber fögur fyrirheit sem er fylgt eftir með undirliggjandi súkkulaðitón. Fínlegt og fágað...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér