Gratíneruð eggaldin
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk Eggaldin
 • 250 gr OSTUR, Mozzarella, 17% fita
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 msk SALT, borðsalt

Aðferð:

Stundum þurfa grænmetisætur að sætta sig við að borða baunir úr dós og soðnar kartöflur í matarboðum, á meðan aðrir gestir hafa kræsilegri kosti. Hér er einfaldur og girnilegur réttur fyrir grænmetisæturnar, sem aðrir munu þó ekki síður seilast eftir.

 

 1. Byrjið á því að skera eggaldinin í 1.5 cm sneiðar, raða þeim á disk og strá yfir þær 2 msk salti. Látið standa í 1 klst eða þar til sneiðarnar hafa "svitnað", eða saltið myndað vatnspolla. Skolið þá hverja sneið upp úr köldu vatni og þerrið vandlega.
 2. Útbúið tómatsósuna með því að steikja saxaðan lauk og hvítlauk í ólífuolíu á pönnu. Þegar laukurinn hefur linast eru tómatarnir settir út í og allt látið malla við meðalhita nokkra stund. Bætið þá balsamikedikinu út í og smakkið sósuna til með salti og pipar.
 3. Setjið örlítið af ólífuolíu á pönnu og steikið eggaldinsneiðarnar stutta stund á hvorri hlið. Lokið pönnunni á meðan til að þær nái að mýkjast aðeins.
 4. Látið smávegis af sósunni í botninn á eldföstu móti og raðið þar einu lagi af eggaldinsneiðum. Hellið helmingnum af sósunni sem eftir er jafnt yfir og raðið sneiddum mozzarella ostinum þar ofaná og rífið helminginn af parmesanostinum yfir. Endurtakið með öðru lagi af eggaldinsneiðum, afganga af sósunni, mozzarella- og parmesanosti. Bakið í 180 gráðu heitum ofni í u.þ.b 30-40 mínútur. Ef osturinn brúnast of fljótt leggið þá álpappír létt yfir. Skreytið með fallegum kvistum af steinselju.
Kaloríur 236 12%
Sykur 0g 0%
Fita 18g 26%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Gratíneruð eggaldin
Tommasi Le Rosse Pinot Grigio
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Le Rosse Pinot Grigio
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Pinot Grigio og eins og það gerist best á Ítalíu. Hentar mjög vel með flestum sjávarréttum og einnig stórgott með kjúklingi.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér