Bakaðar kartöflur með rósmaríni
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 0.5 kg KARTÖFLUR, hráar
  • 0.5 dl ÓLÍFUOLÍA
  • 1 msk RÓSMARÍN, grein
  • 2 stk LAUKUR, Rauð-

Aðferð:

Þegar kartöflur eru annars vegar, þá er þessi réttur ómótstæðilegur. Sérstaklega er hann góður með grillmat eða hverskyns steiktu kjöti. Kartöflur nú til dags eru það fallegar allt árið um kring að alger óþarfi er að flysja þær fyrir þennan rétt.

  1. Setjið kartöflurnar og laukinn saman í skál ásamt ólífuolíunni, salti og pipar. Veltið öllu vel saman.
  2. Komið innihaldi skálarinnar fyrir í ofnföstu fati. Sáldrið nálum af einum rósmarínkvisti yfir kartöflurnar (um 1 msk) og setjið þar að auki einn heilann kvist af rósamaríni með í fatið.
  3. Bakið í 200 gráðu heitum ofni í 20-30 mín, eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar og teknar að brúnast nokkuð.

Þessi uppskrift er tekin úr bókinni: Hollt og fljótlegt.

Kaloríur 113 6%
Sykur 0g 0%
Fita 2g 3%
Hörð fita 0g 0%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bakaðar kartöflur með rósmaríni
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér