Stórt grænt salat
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.5 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 0.5 stk PAPRIKA, rauð
 • 0.5 stk PAPRIKA, gul
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 400 gr SALAT, Kletta
 • 0.5 stk GÚRKUR, hráar
 • 1 stk FERSKJUR
 • 2 stk BRAUÐ, ítölsk, Ciabatta

Salat-sósa:

 • 3 msk EDIK, Hvítvíns-
 • 2 tsk SINNEP, Dijon
 • 1 msk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA

Aðferð:

 1. Ristið brauðið og skerið það í teninga. Hitið olíuna á pönnu og steikið pressaðan og saxaðan hvítlaukinn þar til hann fer að dökkna. Veiðið laukinn þá upp úr olíunni og setjið kryddjurtir ( eftir smekk) og brauðteningana( Ciabattasneiðarnar)
 2. Rífið salatið niður. Skerið grænmetið í strimla og ferskjurnar í báta og setjið út í salatið.
 3. Útbúið salatsósu: 

Setjið allt hráefnið í krukku og hristið það saman. Smakkið sósuna til með salti og pipar. Rétt áður en salatið er borið fram, er sósunni hellt út á of öllu blandað saman. Brauðteningunum er svo stráð yfir allra seinast.

Gott er að búa til margfaldan skammt af salatsósu og eiga í krukku í ískápnum.

 

Hér er uppskrift að stóru grænu salati sem sómir sér vel með nánast hvaða mat sem er og jafnvel eitt og sér.

 

Þessi uppskrift er úr bókinni: Hollt og fljótlegt.

 

 

 

Kaloríur 225 11%
Sykur 5g 6%
Fita 23g 33%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Stórt grænt salat
Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært sumarvín sem hefur unnið til fjölda verðlauna.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér