Brauð með grilluðu grænmeti
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 4 stk BRAUÐ, ítölsk, Ciabatta
  • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
  • 1 stk PAPRIKA, rauð
  • 2 msk SINNEP, Dijon
  • 2 stk SVEPPIR, Portobello

Aðferð:

  1. Penslið papriku, sveppasneiðar og lauk, með olíu og grillið á vel heitu grilli þar til grænmetið verður meyrt og hefur kolast örlítið.
  2. Penslið brauðsneiðarnar með olíu og ristið þær á grillinu.
  3. Smyrjið brauðsneiðarnar með sinnepi, raðið grænmetinu ofan á brauðið og myljið geitaostinn yfir. Skreytið með vatnakrasa.

Glóðarsteikt brauð með bragðmiklu grilluðu grænmeti er góður kostur. Best er að grilla paprikuna í heilu lagi og skera hana síðan í sneiðar. Laukinn er gott að skera í fleyga og þræða upp á grillpinna og portobellosverppir eru það stórir að auðvelt er að grilla þá beint á grillinu.

 

Þessi uppskrift er úr bókinni: Hollt og fljótlegt

Kaloríur 122 6%
Sykur 3g 3%
Fita 12g 17%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Brauð með grilluðu grænmeti
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér