Kjúklinga saté
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 msk HNETUSMJÖR
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 1 msk Vatn
 • 0.5 tsk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 4 msk SOJASÓSA
 • 2 tsk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 1 tsk ÓLÍFUOLÍA
 • 500 gr KJÚKLINGUR, með skinni, hrár
 • 4 stk LAUKUR, vor-

Aðferð:

 1. Pressið hvítlaukinn og blandið saman við sojasósuna, vatnið (má vera hvítvín), 1/2 tsk sykri, 2 tsk sítrónusafa og olífuolíuna. 
 2. Setjið hnetusmjörið í pott ásamt heita vatninu og hitið við vægan hita og hrærið vel í á meðan. Bætið sítrónusafa, sykri og kryddi út í og smakkið sósuna til. Slökkvið undir pottinum og hitið sósuna aftur upp þegar kjúklingurinn er tilbúinn. Bætið þá meira heitu vatni út í ef þörf er á.
 3. Þræðið kjúklingalundirnar upp á grillpinna og steikið á heitu grilli. Penslið með kryddleginum á meðan grillað er. Snúið oft og grillið í 5-7 mín eða þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Borðið með soðnum hrísgrjónum, hnetusmjörssósunni og stráið vorlaukssneiðunum yfir.

 

Bragðið af sumum réttum er þannig að fólk þarf að borða þá nokkrum sinnum til að kunna fyllilega að meta þá. Þó að sumum þyki sósa úr hnetusmjöri óvenjuleg þá falla flestir kylliflatir fyrir saté réttum strax við fyrstu smökkun. Léttkryddað hnetubragðið og safaríkur kjúklingurinn er blanda sem erfitt er að toppa.

 

Þessi uppskrift er úr bókinni: Hollt og fljótlegt.

Kaloríur 475 24%
Sykur 1g 1%
Fita 25g 36%
Hörð fita 6g 30%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kjúklinga saté
Allegrini
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Allegrini
 • Tegund: Rósavín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært vín sem fordrykkur og hentar líka vel með léttum réttum, og svo auðvitað á sólpallinn.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér