Kjúklingabringur sem bragð er af
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 stk Kjúklingabringur, án skinns
 • 4 msk OSTUR, smurostur, 18% fita
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 stk SÍTRÓNUR
 • 3 msk SÝRÐUR RJÓMI, 10% fita
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 15 stk TÓMATAR, Kirsuberja
 • 1 tsk KAPERS
 • 1 tsk FENNIKUFRÆ

Aðferð:

 1. Setið olíuna í botninn á eldföstu fati og komið kjötinu þar fyrir.
 2. Blandið saman sýrðum rjóma og sveppaosti og smyrjið yfir kjúklinabringurnar. Merjið fennikkufræin ögn með kökukefli og stráið þeim yfir bringurnar ásamt kapersberjunum og tómötunum. Flysjið börkinn af sítrónunni með ostaskera, dreifið yfir réttinn og kreistið svo safann úr sítrónunni yfir allt saman. Saltið og piprið.
 3. Bakið í 200 gráðu ofni í um 15-20 mín.

Berið réttinn fram með góðu salati og/eða kartöflustöppu sem bragðbætt er með smjörva, rifnum parmesanosti og nýmöluðum svörtum pipar.

 

Frábær áhrif þessa réttar koma frá sítrónu, fennikku og kapers. Þessi frískandi súrsæta bragðaflóra nær alla leið út í blóðið þar sem kapersblómknapparnir blómstra og feykja burt öllum drunga....út í veður og vind.

 

Þessi uppskrift er tekin úr bókinni: Hollt og fljótlegt eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur

 

 

 

Kaloríur 113 6%
Sykur 0g 0%
Fita 11g 16%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kjúklingabringur sem bragð er af
Bach vina Extrísima tinto.
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Bach vina Extrísima tinto.
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Passar einkar vel með Tapasréttum,pottréttum,túnfiski og í grillveisluna.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér